Fyrirlestrar

Hansina B Einardóttir  hefur haldið fjölda fyrirlestra sl. áratugi og starfað með ólíkum fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum, jafnt hérlendis sem og erlendis.
Hún er eftirsóttur, áhugaverður og skemmtilegur fyrirlesari og kann að setja efnið fram á eftirminnilegan hátt.  Helstu efni sem hún er að fjalla um í dag eru þessi:

 • Icon 04

  Ég ehf - Þú ert þitt eigið fyrirtæki

  Hugmyndafræði  "Ég ehf"  er að  skoða hvert okkar sem einstakt og sérstakt. Við höfum öll reynslu, þekkingu og færni  sem við getum notað til þess að ná árangri í starfi og/eða einkalífi. Þess vegna getum við alveg hugsað um okkur sjálf eins og hvert annað fyriræki sem nú þegar hefur mótað sína sérstöðu.

  Alla daga erum við í návígi við  þetta fyrirtæki.  Við   t.d. seljum þekkingu, getu og reynslu til atvinnulífsins, við reynum að viðhalda góðri heilsu, ræktum og byggjum upp tengslanet.

  - Við leggjum áherslu á að bæta við þekkingu sem gerir okkur að sterkari einstaklingum.
  - Við byggjum upp eigin ímynd og eigum okkar framtíðarsýn.
  - Alveg eins og hvert annað fyrirtæki í atvinnulífinu.
  - Og við eigum meira að segja okkar eigin kennitölu.

  Í samfélagi nútímans og þegar horft er til framtíðar, vitum við að breytingar verða og  oft þannig að við teljum okkur áhrifalaus.
  Það getur líka verið rétt, við getum sjaldnast stjórnað því sem er utanaðkomandi, en hinsvegar höfum við 100 % vald yfir okkar eigin fyrirtæki,  okkur sjálfum. Það er það sem við eigum að vera að byggja upp, tryggja og efla. Þar erum við okkar eigin stjórnendur – gerendur. Það er það sem enginn getur tekið frá okkur. 
 • Icon 05

  Klasar og klasasamstarf

  Til þess að ná árangi skiptir máli að starfa saman á eins mögum sviðum og kostur er. Klasasamstarf er heppileg leið til þess að bæta markaðssetningu og ekki síst til þess að þjálfa samstarf í samkeppni.
  Helstu efnisþættir sem fjallað er um:

  - Kostir og gallar við klasasamstarf
  - Tegundir klasa
  - Stjórnun í klasasamstarfi
  - Hlutverk og viðhorf aðila
  - Samstarf í samkeppni 
  - Svæðisbundið samstarf – leiðir til að taka þátt
  - Opin skoðanaskipti 
  - Sveigjanleiki 
  - Þekkingarmiðlun 
  - Mælanleg markmið og leiðir

  Vinnumarkaður framtíðar


 • Icon 06

  Vinnumarkaður framtíðar

  Hvað er að gerast á vinnumarkaði framtíðarinnar? Hvaða breytingar eru að verða og hvernig þarf að undirbúa sig til þess að tryggja virkni á þeim markaði ?

  Helstu þættir sem fjallað er um:

  - Aldursamsetning þjóðarinnar
  - Fjölmenningarsamfélagið
  - Kröfur á vinnumarkaði
  - Atvinnutækifæri framtíðar
  - Fyrirtæki framtíðar
  - Persónulegur undirbúningur

 • Icon 06

  Ferðaþjónusta

  Hvaða tækifæri eru innan þessarar atvinnugreinar ? Hver hefur þróunin verið og hvað mun gerast á þessu sviði í næstu framtíð? Hvað segja ferðaþjónustuaðilar sjálfir um tækifærin , möguleikana og samstarfið ? Hvað þýðir það að reka ferðaþjónustu á landsbyggðinni – hvað gerir maður við músétna bíla ?

 

Fun For Foodies

Demo Image

Fun For Foodies tour to small fishing villages in Reykjanes-penisula

Nánar

Farskóli Ferðaþjónustunnar

Ráðgjöf og fræðsla sérsniðin að þörfum ferðaþjónustunnar

Nánar

Eldað í sveit Námskeið

Demo Image

Markmiðið með þessu verkefni að koma inn í viðkomandi fyrirtæki og vinna að endurbótum í eldhúsi.

Nánar

Ferðaþjónustan Námskeið

Demo Image

Hvaða tækifæri eru innan þessarar atvinnugreinar ?

Nánar