Um okkur

Skref fyrir skref  sinnir einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja ná meiri árangri og eiga möguleika á betri  lífgæðum hvort heldur sem á sviði vinnu eða einkalífs. Við bjóðum námskeið, ráðgjöf og reynslu,  þar sem áhersla er  m.a. lögð á að snúa erfiðleikum upp í tækifæri og horfa t.d.  á  breytingar sem áhugaverða leið til þess að ná árangri og læra eitthvað nýtt.

Við leggjum sérstaka áherslu á samstarf við aðila í ferðaþjónustu enda höfum við mikla reynslu af því að starfa með þeirri atvinnugrein. Við tókum við tómu skólahúsnæði í Hvalfirði og á einum áratug tókst okkur með að byggja upp eitt glæsilegasta hótel landsins, Hótel Glym í Hvalfirði – sjá hér www.hótelglymur.is

Við vitum hvað við erum að segja og gera,  þegar rætt er um menntun og þekkingu í ferðaþjónustu.

 • Image 01

  Hansína B. Einarsdóttir

  Hansina B Einarsdóttir er uppalinn í Kópavogi, en hefur búið og ferðast um Ísland og heiminn síðustu 35 árin.
  Hansina lauk Cand. mag námi í stjórnun og rekstri frá Háskólanum í Oslo og síðan Cand.polit prófi sem afbrotafræðingur frá sama háskóla árið 1990.  Árið 2001  lauk hún þjálfun í leiðtogafræðum frá  Kostebaum Institude , USA.
  Árið  1990 stofnaði hún  og  rak  m.a. starfsþróunar- og rannsóknarfyrirtækið Skref fyrir skref  ehf, sem var á meðal brautryðjenda í námskeiðahaldi fyrir vinnumarkaðinn.  Auk þess stjórnaði hún ýmsum stórum rannsóknar- og kennsluverkefnum hérlendis og á vegum ESB.

  Frá árinu 2001 hefur hún fyrst og fremst starfað innan ferðaþjónustunnar og byggði upp Hótel Glym  sjá hér www.hotelglymur.is i Hvalfirði með manni sínum  Jóni Rafni Högnasyni.
  Hún hefur starfað ötullega að því að byggja upp fagmennsku í íslenskri ferðaþjónustu og stjórnaði t.d. einu fyrsta klasaverkefninu  ASG sem byggt var upp á Vesturlandi en þau voru frumkvöðlar á sínu sviði, sjá hér á Íslandsstofu.
  Í dag starfar Hansina við  fyrirlestrahald, námskeið, ritstörf og rannsóknir.
 • Image 02

  Jón Rafn Högnason

  Jón Rafn Högnason er fæddur og uppalinn í Neskaupstað.  Hann lauk námi  í matreiðslu frá Hótel og veitingaskóla Islands árið 1980 og hlaut meistarabréf árið 1983. Hann hefur auk þess rekstrarnám, ásamt því að hafa byggt upp og stjórnað eigin fyrirtækjum.

  Árið 2001  hóf Jón Rafn ásamt Hansínu að byggja upp og markaðssetja  ferðaþjónustu í Hótel Glym í Hvalfirði. Þau hjón tóku við tómu húsi og hafa verið í forystu ferðaþjónustunnar og frumkvöðlar á sínu sviði síðasta áratuginn.   
  Hann ásamt starfsfólki sínu á hótel Glyms, náði þeirri eftirsóttu tilnefningu að gera  Hótel Glym að besta hóteli á Íslandi samkvæmt einum stærsta ferðavef heims Trip Advisor. Sjá www.tripadvisor.com


  Í dag starfar Jón Rafn m.a. við rekstarráðgjöf og endurskipulag í eldhúsum og ferðaþjónustu almennt auk þess að fara  í skemmtilegar sögu- og sagnarferðir með hópa og einstaklinga.

Fun For Foodies

Demo Image

Fun For Foodies tour to small fishing villages in Reykjanes-penisula

Nánar

Farskóli Ferðaþjónustunnar

Ráðgjöf og fræðsla sérsniðin að þörfum ferðaþjónustunnar

Nánar

Eldað í sveit Námskeið

Demo Image

Markmiðið með þessu verkefni að koma inn í viðkomandi fyrirtæki og vinna að endurbótum í eldhúsi.

Nánar

Ferðaþjónustan Námskeið

Demo Image

Hvaða tækifæri eru innan þessarar atvinnugreinar ?

Nánar