Námskeið

  • Icon 04

    Farskóli Ferðaþjónustunnar

    VIÐ KOMUM TIL ÞÍN eða ÞÚ KEMUR TIL OKKAR!

    Ráðgjöf og fræðsla sérsniðin að þörfum ferðaþjónustunnar.

    • Markaðs- og sölumál

    • Starfsmannaþjálfun

    • Matseðlagerð og þjálfun í eldhúsi

    • Eldun og framreiðsla

    • Vöruþróun

    • Sérstaða í rekstri og hugmyndavinna

    • Tæki og tól til stjórnunar og reksturs

    • Ímynd og upplifun gesta

    • Miðlun upplýsinga

    HVAÐ SEGJA VIÐSKIPTAVINIR?

    „Salan jókst um helming og miklu betri hráefnisnýting“.

    „Að fá skólann heim til okkar skipti öllu máli”.

    „Við erum að byggja nýtt og þessi skóli sparaði okkur gríðarlega vinnu. Þau komu til okkar og síðan var frábært að koma til þeirra í hlutlaust umhverfi”.

    „Faglegt, fræðandi og skemmtilegt námskeið, virkilega gott að komast í skólann hjá þeim. Flott að fá uppbyggilega umræðu og gagnrýni
    á rekstur fyrirtækisins. Margar góðar hugmyndir til að auka tekjur”.

    Ráðgjafar


    Hansína B. Einarsdóttir hefur umtalsverða reynslu af rekstri og námskeiðahaldi. Hún hefur stýrt ýmsum rannsóknar og ráðgjafaverkefnum innanlands og erlendis, ásamt því að hafa stofnað og rekið í áratug Hótel Glym í Hvalfirði.


    Jón Rafn Högnason, matreiðslumeistari hefur áratuga reynslu af rekstri og uppbyggingu veitingastaða. Hann stofnaði og rak m.a Crown Chicken á Akureyri, Sjávargull í Reykjavík og Hótel Glym í Hvalfirði.

  • Icon 05

    Eldað í sveitinni

    Markmiðið með þessu verkefni að koma inn í viðkomandi fyrirtæki og vinna að endurbótum í eldhúsi.
    Flest allir staðir vilja hafa sína sérstöðu um leið og þeir vilja reka hagkvæmt og gott eldhús.
    Við vitum að það er alls ekki alltaf hægt að fara á námskeið og byggja upp þekkingu stundum þarf að koma heim – á staðinn og vinna með aðstæður.
    Þess vegna erum við með þetta verkefni í gangi.
    Verkefnið  hentar vel öllum þeim sem reka eldhús og vilja gera betur á sínum stað. Helstu málaflokkar sem unnið er með er þetta:

    Sérhannað 40 stunda námskeið á viðkomandi stað:  

    - Vinnuskipulag í eldhúsi, tímanýting og undirbúningur  
    - Innkaup og geymsla matvæla, öryggismál í eldhúsi   
    - Sala á mat og víni í sal
    - Uppsetning matseðla
    - Uppsetning hlaðborða
    - Gátlistagerð  
    - Þjónusta frá eldhúsi og sal
    - Uppsetning  og frágangur á eldhúsbókinni  í samvinnu við eigendur/ stjórnendur, myndataka og efnisvinna.
    - Sýnileiki á netinu – gögn og myndir
    - Uppsetning og frágangur matseðla (á íslensku)
    - Texti sem hægt er að nýta á heimasíðu, í matseðla og/eða annað kynningarefni, unnið af ráðgjafa og í samvinnu við eigendur/ stjórnendur
    - Þjálfun starfsmanna/ stjórnenda í eldhúsi til þess að vinna með Eldhúsbókina. 

    Tveir leiðbeinendur koma á staðinn og vinna með þeim sem stjórna eldhúsinu/ staðnum.
    Verð á námskeiði 399.000 – við þetta bætast ferðir og uppihald

    Ummæli þáttakenda

    „Frábær dagur, hefði viljað fleiri kokkatrix og meira í matseðlagerð. Flott efni sem við fórum í gegnum, frábært að læra um grænmetisrétti. Nauðsynlegt að fá leiðbeiningar um skammtastærðir og verðlagningu. Takk fyrir mig“.

    „Greinilegt að námskeiðshaldarar hafa unnið heimavinnuna sína vel og hafa víðtæka þekkingu á sínu sviði. Vel skipulagt, talað á mannamáli, tímasetningar stóðust að mestu, gott að heyra í örðum sem í sömu vinnu“.

    „ Mjög góður dagur, tíminn fljótur að líða. Lærði margt og ekki síður öðrum sem voru á námskeiðinu. Fráærir leiðbeinendur“ „Flottur undirbúningur og vandað til allra verka – góð áminning fyrir okkur sem erum líka að undirbúa gestamóttökur“ .

    „Sölumennska og sölutrix eins og tveir fyrir einn- gott að læra um skipulagið eins og vikuplanið í plastinu á veggnum- mikilvægt að tala um breytingar í bókunum„.

  • Icon 06

    Eldhúsbókin

    Að reka eldhús er skemmtilegt og skapandi en stundum of dýrt og flókið. Við höfum sett saman verkefnið sem er áhugavert og spennandi þar sem eldhúsið er allt sett saman á einn stað,  í eina bók.

    Þetta sparar vinnu og fé og skiptir miklu máli fyrir stöðuleika og gæði í viðkomandi rekstri.

    Í eldhúsbókinni er  m.a. að finna svörin við þessum spurningum:

    - Eldhúsið mitt – hver er okkar sérstaða?
    - Hvernig á að undirbúa í eldhúsi ?
    - Hvernig á að nota tíma starfsmanna ?
    - Hvernig á að setja saman matseðla ?
    - Hvernig getum við betur þjálfað og undirbúið starfsfólkið okkar ?

    Eldhúsbókin er unnin í samvinnu við þá sem eiga/ reka staðina. Í henni er að finna myndir og texta þar sem sýnt er hvernig á að setja fram hlaðborðin, diskana eða annað sem verið er að bjóða.

    Eldhúsbókin er hluti af námskeiðinu „ Eldað í sveitinni“

  • Icon 04

    Ferðaþjónustan

    Við höldum ýmis námskeið sem tengjast ferðaþjónustunni. Þessi námskeið eiga það sameiginlegt að geta hjálpað til við að gera góð fyrirtæki enn betri. Sérstaða okkar er að við höfum bæði mikla reynslu og umtalsverða þekkingu á því sem námskeiðin snúast um.
    Við höfum byggt upp ferðaþjónustufyrirtæki alveg frá grunni, selt og markaðssett, ráðið starfsmenn, glímt við erfiða viðskiptavini, þjálfað í þjónustu og staðið vaktina þegar allir aðrir eru farnir að sofa. Öll okkar námskeið eru sérsniðin að þörfum okkar samstarfsaðila sem geta verið einstaklingar, fyrirtæki, hópar, klasar og sveitafélög.


    Námskeið í boði á vorönn 2012

    - Sala og þjónusta
    - Samskipti við erfiða viðskiptavini
    - Framlínustarfsmenn og starfsmannamál
    - Samningatækni
    - Gesturinn
    - Eldhúsið mitt

    Hægt er að setja saman efni eftir þörfum.
    Lengd námskeiða er frá 4 stundum upp í 20 stundir.

  • Icon 05

    Ummæli þáttakenda

    Verkefnið Eldað heima er aðeins unnið heima á bæ með heimamönnum.

    Það hefur reynst afar vel þar sem hægt er að sérsníða allt efnið að eigin þörfum og byggja upp sérstöðu með viðkomandi.

    Hvað segja þau sem hafa reynslu af þessu verkefni ?

    Mat þátttakenda:

    „ Hvað hægt er að koma miklu í verk með góðu skipulagi á stuttum tíma. Gera góða hluti úr einföldu og góðu hráefni. Minna er oft meira. Hvað hægt er að nýta sama hráefnið í marga ólíka rétti“

    „Frábært að vita hvað hægt er að nýta matinn vel. Vera ekki með of mikið og ekki of flókið. Aukin framlegð. Minni rýrun. Lærdómur í sambandi við matreiðslu , geymsluþol og hvað hægt er að gera mikið á stuttum tíma. Setja saman matseðill.“

    „ Ótrúlega skemmtilegt að sjá hvernig hlutirnir þróuðust yfir í frábæra markaðsvöru og borða matinn. Allt námskeiðið í heild Að læra hjá Jóni og finna upp á réttunum, að smakka matinn.“

    „ Mjög ganlegt og jákvætt. Nauðsynlegt í rekstri eins og hér. Express hannað námskeið í uppbyggingu veitingastaða“

    „Salan jókst um helming... og miklu betri hráefnisnýting„

    „Lærði rétta skammtastærð .... var að setja allt of mikið á diskana..“

    „Ég lærði að skipuleggja mig- þurfti ekki alltaf sjálf að vera í eldhúsinu Skipti máli að við hjónin voru saman að læra....„

    „Flott að fá aðra sýn frá fagfólki og vita að maður er að gera rétt ...“

  • Icon 04

    Ferðamaður á ferð

    Skemmtilegt örnámskeið fyrir þá sem eru að vinna í ferðþjónustutengdum greinum.

    Viltu auka tekjur og ná betri árangri í þínum rekstri með þínu fólki ?

    Ferðamaður á ferð er stutt skemmtilegt hnitmiðað námskeið sem hentar vel í byrjun sumars. Tilgangurinn er að auka þekkingu, öryggi og fagmennsku starfsmanna og um leið bæta tekjur fyrirtækisins. Helstu efnisþættir námskeiðs

    • Ferðamaður á ferðinni – hverju er hann að leita að ?

    • Hvað er sagt um okkur og hvaða áhrif getur það haft ?

    • Hvernig er hægt að auka sölu og bæta þjónustu ?

    • Almenn sala, framboð á vöru, orðalag og aðferðir

    • Samskipti og upplýsingamiðlun

    • Útlit, framkoma, tjáning, snyrtimennska

    • Sérstaða staða og nágrennis – staðurinn okkar Fyrir hverja ?

    Námskeiðið er ætlað þeim eru að vinna í ferðaþjónustu og ferðatengdum greinum. Hentar jafnt eigendum sem og almennum starfsmönnum. Hægt er að fá námskeið beint á viðkomandi vinnustað eða hafa það opið fyrir alla. Kostnaður er 177.000 kr - Hámarksfjöldi á námskeið er 20 manns Lengd: 4 kennslustundir Leiðbeinendur eru Hansína B Einarsdóttir og Jón Rafn Högnason en þau hafa áratuga reynslu í ferðaþjónustu og námskeiðahaldi. Þau byggðu m.a. upp Hótel Glym í Hvalfirði og hafa fengið ótal viðurkenningar fyrir sín störf. Sjá www.sfsradgjof.is


    Hansína B. Einarsdóttir og Jón Rafn Högnason.

  • Icon 04

    Gastronomic tour to small fishing villages in Reykjanes-penisula
    Seafood kitchen in Sandgerði Iceland

    TOUR:

    To the small fishing village of Sandgerði on  Reykjanes-peninsula and learn about the jewels of the sea that are made into gastronomic Icelandic cuisine.  Your knowledgable guide will educate and entertain you with stories behind fishing in Iceland and the adventures that you are likely to encounter on the unpredictable North Sea.  Explore some of the fishing scenery, visting an operating fish factory and museum and create a special dish of your own in our signature Seafood Kitchen.

    Try:

    For yourself to pick up fish fresh from the sea, and with help of our experienced chefs prepare a gourmet meal using Icelandic techniques and a variety of traditional and contemporary recipes.  Ingredients include produce grown in the geothermal greenhouses of the south coast which are pollution free and organic.

    Taste:

    Your personally prepared feast in a long established seafood restaurant on the sea at Vitinn.
    Finish the trip by driving along the unforgettable coastline of Reykjanes-peninsula with your knowledgable guide back to your accommodation.

    Hosts for this trip include Masterchefs Jón Rafn Högnason founder of Hotel Glymur  and Stefán Sigurðsson of  Vitinn restaurant in Sandgerði. Make your own unforgettable memories and come back with knowledge of Icelandic varieties of fish including how to handle and prepare them so you can continue to enjoy this gastronmical experience with others in the future.

    A trip that is both entertaining as well as educating  and allows you to take a bit of Iceland back to your own kitchen.
    Length of trip 8 hours.

     

Fun For Foodies

Demo Image

Fun For Foodies tour to small fishing villages in Reykjanes-penisula

Nánar

Farskóli Ferðaþjónustunnar

Ráðgjöf og fræðsla sérsniðin að þörfum ferðaþjónustunnar

Nánar

Eldað í sveit Námskeið

Demo Image

Markmiðið með þessu verkefni að koma inn í viðkomandi fyrirtæki og vinna að endurbótum í eldhúsi.

Nánar

Ferðaþjónustan Námskeið

Demo Image

Hvaða tækifæri eru innan þessarar atvinnugreinar ?

Nánar